Skip to main content
Verkefnastofa Starfsmats

Starfsmatsferlið

Starfsmaður þarf að hafa unnið að lágmarki í hálft ár í nýju starfi áður en hægt er að óska eftir starfsmati

1. Bráðabirgðaröðun

Verkefnastofa bráðabirgðaraðar starfi sem ekki hefur áður verið metið. Eftir sex mánuði í starfi er hægt að senda umsókn um starfsmat.

2. Starfsmatsbeiðni

Sveitarfélag sendir starfsmatsbeiðni sem inniheldur útfyllta starfslýsingu og spurningalista.

3. Viðtal

Verkefnastofa boðar í starfsmatsviðtal og tillaga að mati unnin út frá gögnum.

4. Starfsmatsnefnd

Verkefnastofa kynnir starfsmatstillögu fyrir starfsmatsnefnd til umfjöllunar.

5. Niðurstaða

Starfsmatsnefnd samþykkir nýtt mat með einróma samþykki. Verkefnastofa tilkynnir nýtt starfsmat til stéttarfélags og sveitarfélags/yfirmanns.

1. Umsókn um endurmat

Sveitarfélag eða starfsmaður sækir um endurmat á starfi og færir fyrir því rök í meðfylgjandi gögnum með endurmatsbeiðninni.

2. Beiðni móttekin

Endurmatsbeiðni móttekin og verkefnastofa vinnur að nýrri endurmatstillögu.

3. Tillaga lög fyrir nefnd

Verkefnastofa leggur starfsmatstillögu fyrir nefnd sem tekur hana til umfjöllunar.

4. Tillaga samþykkt

Starfsmatsnefnd samþykkir endurmatstillögu með einróma samþykki.

5. Niðurstaða

Verkefnastofa tilkynnir um samþykkt endurmat á starfi til viðeigandi stéttarfélags og yfirmanns/mannauðsstjóra.

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!