Skip to main content

Verkefnastofa Starfsmats

Samræmt mat á ólík störf

Hafa sambandFundargerðirSækja um endurmatMarkmið starfsmatsinsStarfsmatsferlið

Um Starfsmatið

Starfsmatskerfið er greiningartæki sem er notað til að meta með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsmanna.

Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum sem notuð eru til að bera saman störf í samræmi við þær kröfur sem í störfunum felast, óháð hæfni þeirra sem þau vinna.

Nefndir og fundargerðir

Starfsfólk Verkefnastofu starfsmats vinnur tillögur að mati á störfum eftir starfsmatskerfinu. Þær tillögur eru lagðar fyrir viðeigandi nefndir Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga til afgreiðslu.

Í nefndunum sitja auk atvinnurekenda, fulltrúar viðeigandi stéttarfélaga. Allar samþykktir á mati á virði starfa þurfa að vera einróma.

Umsóknir um mat

Starfsmaður þarf að hafa unnið að lágmarki í hálft ár í nýju starfi áður en hægt er að óska eftir starfsmati. Hægt er að óska eftir starfsmati hér á vefnum.

Ef starf hefur aldrei verið metið áður þá fer það í gegnum nýtt mat en ef starf hefur verið metið áður en breytingar hafa orðið á starfinu frá síðasta mati þá er hægt að óska eftir endurmati.

Starfahópar og stiganiðurbrot

Hægt er að nálgast öll starfsmetin störf hjá Reykjavíkurborg og öll útgefin störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þ.e. störf sem ná yfir mörg sveitarfélög.

Þar fyrir neðan má nálgast öll störf sem hafa verið metin staðbundið hjá einstökum sveitarfélögum (Staðbundin störf).

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!