7. þáttur: Hugrænar kröfur:
Í þessum þætti eru metnar kröfur um einbeitingu og aðgæslu í starfi og þá hve mikillar einbeitingar eða aðgæslu er þörf, hve oft og hve lengi. Metnir eru þættir sem gætu gert einbeitingu við störf erfiða, t.d. truflun við vinnuna eða þegar skipta þarf oft á milli verkefna eða starfa.
Einnig er skoðað hvort starfsmaður verður fyrir álagi sem skapast af ósamrýmanlegum kröfum til starfsmanns. Tekið er tillit til þess ef krafist er sérstaks viðbragðsflýtis í starfi.