1. Þekking og reynsla: Í þessum þætti er metið hvers konar, og hversu mikillar, þekkingar og reynslu er krafist í starfið. Þekkingin getur falist í starfs- eða stjórnunarreynslu, námskeiðum eða formlegu námi.
2. Hugræn færni: Hér er átt við kröfur um færni til að þróa, greina og leysa vandamál og leggja mat á viðfangsefni hverju sinni. Einnig er metið hvort starfsmaður vinnur við skipulags- eða áætlunargerð eða að sköpun eða greiningarvinnu og hvort sú vinna tengist hönnun, samskiptum við fólk eða stefnumótun.
3. Samskiptafærni: Í þessum þætti er metið hvaða kröfur starfið gerir til samskiptafærni og tilganginn að baki kröfunum; t.d. hvort farið sé fram á samskiptafærni vegna umönnunar, kennslu, þjálfunar eða leiðsagnar, fyrirlestra- eða námskeiðahalds, upplýsingaöflunar, viðtala, samstarfs við aðra, hvatningar og formlegrar ráðgjafar eða hvort starfsmaður þurfi að beita samninga- eða sannfæringartækni.
4. Líkamleg færni: Í þessum þætti er metið hvort verkefni starfsins krefjist einhverrar sérstakrar líkamlegrar færni umfram það sem venjulegt er. Hér t.d. átt við handlagni, fingrafimi, samhæfingu augna og handa og samhæfingu skynfæra. Hér er metið hvort starfsmaður þurfi t.d. að stjórna bifreið eða öðrum farartækjum, nota lyklaborð eða önnur tæki og verkfæri og hversu mikla færni m.t.t. nákvæmni og hraða þarf til þessara verka.

