Skip to main content

Umhverfis- og skipulagssvið

Reykjavíkurborg

Hér eru að finna starfsyfirlit fyrir virk störf á nýju sameinuðu sviði umhverfis- og skipulagssvið (USK) Reykjavíkurborgar sem áður voru framkvæmda- og eignasvið (FER), umhverfis- og samgöngusvið (USR) og skipulags- og byggingasvið.

Skóla- og frístundasviðVelferðarsviðSkrifstofa og svið miðlægrar stjórnsýsluÍþrótta- og tómstundasviðMenningar- og ferðamálasvið

1. þáttur - Þekking og reynsla

1. þrep (20 stig)

Starfið krefst þess að starfsmaður hafi verkkunnáttu til þess að leysa dagleg verkefni, stjórna viðeigandi vélum og tækjum og geti notað þau verkfæri sem starfið krefst. Starfsmaður þarf einnig að geta unnið eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum og gert stuttar vinnuskýrslur.

Ekki er krafist sérstakrar menntunar eða reynslu. Starfsþjálfun á vinnustað nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er í starfi.

2. þrep (40 stig)

Starfið krefst þess að starfsmaður hafi verkkunnáttu til þess að leysa úr ólíkum verkefnum, kunni að stjórna viðeigandi vélum og tækjum og geti notað þau verkfæri sem starfið krefst. Starfsmaður þarf að geta unnið með texta og tölur, þ.e. hafa almenna þekkingu á málfræði og setningafræði og geta beitt grunnreiknireglum. Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er.

3. þrep (60 stig)

Starfið krefst verkkunnáttu til að leysa ólík og oft á tíðum nokkuð flókin verkefni. Þess er einnig krafist að starfsmaður geti stjórnað viðeigandi vélum og tækjum og notað þau verkfæri sem starfið krefst. Auk þess er nauðsynlegt að starfsmaður hafi þekkingu á stafsetningu, málfræði og setningafræði og sé fær um að beita almennum reiknireglum, til dæmis prósentum.

Krafist er:
a) Formlegra prófa af styttri námsbrautum, o.s.frv, lengri námskeiða eða;
b) Nokkurrar starfs- og/eða stjórnunarreynslu á starfssviðinu.

4. þrep (80 stig)

Starfið krefst þekkingar sambærilegri stúdents- eða sveinsprófi eða jafngildrar þekkingar á starfssviðinu, s.s. þekkingar á verklagi, vinnureglum og skipulagi. Þessi þekking er yfirleitt fengin með formlegu námi af einhverju tagi auk starfsþjálfunar þó óformleg menntun í formi starfs- og stjórnunarreynslu sé stundum nægjanleg.

Krafist er:
a) Fjögurra ára náms eftir grunnskólapróf, s.s. stúdentsprófs, sveinsprófs eða sambærilegs eða;
b) Talsverðrar stjórnunarreynslu (a.m.k. 3 ár).

5. þrep (100 stig)

Starfið krefst sérhæfðrar þekkingar til viðbótar við stúdentspróf, sveinspróf eða sambærilegt. Þessi sérhæfða þekking er yfirleitt fengin með formlegu námi en þó getur mikil starfs- og stjórnunarreynsla á starfssviðinu verið nægjanleg.

Krafist er:
a) Náms til viðbótar stúdentsprófi eða sveinsprófi.
b) Stúdentsprófs eða sveinsprófs ásamt mikilli starfs- eða stjórnunarreynslu á viðkomandi fagsviði

6. þrep (121 stig)

Starfið krefst fræðilegrar þekkingar sem byggir á kenningalegum grunni. Einnig er krafist hagnýtrar þekkingar á sérfræðisviðinu eða ámóta þekkingar á skipulagi, verklagi, stefnu og stjórnsýsluháttum stofnunar. (Hér getur verið um að ræða störf háskólamenntaðra sérfræðinga eða millistjórnendur með þekkingu á margs konar starfsemi).

Krafist er:
a) Háskólaprófs á fyrsta stigi (BA/BS) eða;
b) Að starfsmaður hafi lokið mjög sérhæfðu námi, s.s. 60 einingum á háskólastigi eða meira ásamt mikilli starfs- eða stjórnunarreynslu á viðkomandi fagsviði.

7. þrep (142 stig)

Starfið krefst mikillar fræðilegrar þekkingar sem byggir á kenningalegum grunni. Einnig er krafist hagnýtrar þekkingar á sérfræðisviði sem aðeins er hægt að fá með mikilli starfs- og stjórnunarreynslu.

Starfsmaður þarf að hafa nákvæma þekkingu á stefnum, vinnureglum og verklagi á sérfræðisviðinu auk þekkingar á skipulagi, stjórnsýsluháttum, verklagi og stefnu þeirra stofnana sem falla undir sérfræðisvið starfsmannsins. (Hér getur verið um að ræða sérfræðistarf þar sem mikil fyrri þekking og reynsla á sérfræðisviðinu er forsenda ráðningar í starfið eða millistjórnendur sem bera stjórnunarlega ábyrgð á margs konar sérfræðistarfsemi).

Krafist er:
a) Háskólaprófs á framhaldsstigi (MA/MS) eða;
b) Háskólaprófs á fyrsta stigi (BA/BS) auk mikillar starfs- og stjórnunarreynslu á viðkomandi sérfræðisviði

8. þrep (163 stig)

Starfið krefst nákvæmrar fræðilegrar þekkingar á stefnum, vinnureglum og verklagi á sérfræðisviðinu og tengdum sviðum auk góðrar yfirsýnar og þekkingar á skipulagi og stjórnsýsluháttum þeirra stofnana sem tengjast sérfræðisviði starfsmannsins. Einnig er krafist hagnýtrar þekkingar á sérfræðisviði sem aðeins er hægt að fá með víðtækri starfs- eða stjórnunarreynslu á sérfræðisviðinu.

Krafist er:
a) Háskólaprófs á framhaldsstigi (MA/MS) eða sambærilegs auk víðtækrar starfs- og stjórnunarreynslu á sérfræðisviðinu;
b) Doktorsprófs á sérfræðisviðinu.

2. þáttur - Hugræn færni

1. þrep (13 stig)

Starfið krefst færni til að leysa úr þeim daglegu verkefnum sem tilheyra starfinu. Starfsmaður þarf að geta metið aðstæður og notað þekkingu sína og reynslu til að vita hvaða fyrirframgefnu aðferðir eða leiðir skuli nota til að leysa einföld vandamál.

2. þrep (26 stig)

Starfið krefst færni í að túlka og meta upplýsingar eða aðstæður og leysa vandamál sem upp koma í starfi. Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og þekkja hvaða aðferðir eða leiðir skuli nota til þess að leysa verkefnin eða vandamálin.

3. þrep (39 stig)

Starfið krefst færni í að greina, skapa eða þróa lausnir þar sem þörf er á að túlka upplýsingar eða aðstæður og leysa fjölbreytt vandamál eða móta, vinna að áætlunum til skemmri tíma (allt að nokkrar vikur). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og þekkja hvaða aðferðir eða leiðir skuli nota til þess að leysa verkefnin eða vandamálin.

4. þrep (52 stig)

Starfið krefst færni í að greina, skapa eða þróa lausnir og túlka flóknar, sérfræðilegar upplýsingar eða aðstæður og leysa erfið vandamál. Starfið krefst færni í að vinna að eða móta áætlanir til lengri tíma (nokkrir mánuðir, allt að ári). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og finna eða þróa nýjar leiðir eða aðferðir til þess að leysa úr viðfangsefnum eða vandamálum.

5. þrep (65 stig)

Starfið krefst færni í að greina, skapa eða þróa lausnir og túlka fjölbreyttar og flóknar sérfræðilegar upplýsingar eða aðstæður. Starfsmaður þarf einnig að vera fær um að gera, vinna að eða móta áætlanir til framtíðar (meira en ár). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og túlka, greina aðstæður eða vandamál í starfi og finna, þróa og ákvarða nýjar leiðir eða aðferðir til þess að leysa úr viðfangsefnum eða vandamálum.

6. þrep (78 stig)

Starfið krefst færni í að greina, skapa og þróa lausnir og túlka mjög fjölbreyttar og sérlega flóknar sérfræðilegar upplýsingar eða aðstæður. Starfsmaður þarf einnig að vera fær um að vinna að eða móta áætlanir til framtíðar (meira en ár). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og finna, þróa og ákvarða nýjar leiðir, viðmið eða aðferðafræði til þess að leysa úr viðfangsefnum eða vandamálum.

3. þáttur - Samskiptafærni

1. þrep (13 stig)

Starfið felur í sér að skiptast á almennum upplýsingum sem tengjast daglegum störfum, oftast munnlega, við samstarfsfólk, en einnig stundum við almenning.

2. þrep (26 stig)

Starfið felur í sér að skiptast á upplýsingum, munnlega eða skriflega, til þess að upplýsa aðra starfsmenn eða almenning. Starfsmaður þarf að geta sýnt sérstaka nærgætni þegar það á við.

3. þrep (39 stig)

Starfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:

a) Umönnun, þar sem starfsmaður þarf að uppfylla grunnþarfir notenda s.s. um mat, drykk, samræður, afþreyingu o.s.frv. eða;
b) þjálfun, kennslu, hvatningu eða félagsmótun, þ.e. starfsmaður er ábyrgur fyrir að þjálfa eða hvetja annað starfsfólk, eða hann tekur þátt í félagsmótun eða félagslegri virkjun notenda þjónustunnar og undirbúningi vegna þessa eða;
c) Miðlun fjölbreyttra upplýsinga, munnlega eða skriflega, til ólíkra hópa, eða;
d) Að beita ráðgjafar-, leiðsagnar-, samninga- eða fortölufærni, eða;
e) Að nota annað tungumál en íslensku, þar sem þörf er á að miðla almennum upplýsingum á því tungumáli.

Samskiptafærni í starfi er stór hluti starfsins og þess er krafist að starfsmenn hafi einhvers konar þjálfun eða reynslu af samskiptum að baki, t.d. í formi námskeiða eða starfsþjálfunar.

4. þrep (52 stig)

Starfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:

a) Umönnun eða þjálfun, þar sem starfsmaður þarf að uppfylla flóknari þarfir notenda sem krefjast faglegs eða sérhæfðs undirbúnings.
b) Þjálfun, þróun-, leiðtoga- eða hvatningarfærni. Starfsmaður þarf að geta stýrt verkefnum og fólki, eða komið fram fyrir hönd stofnunar, t.d. vegna fyrirlestra, námskeiðahalds og/eða stærri funda.
c) Að beita faglegri ráðgjafar-, leiðbeiningar-, samninga- eða fortölufærni til að sannfæra aðra.
d) Miðlun flókinna eða viðkvæmra upplýsinga, munnlega eða skriflega, til fjölbreyttra hópa.
e) Að nota eitt eða fleiri tungumál, önnur en íslensku, þar sem þörf er á að miðla flóknum upplýsingum til einstaklinga, eða til að greina og koma til móts við þarfir viðtakenda á því tungumáli.

Störf á fjórða þrepi eru störf þar sem krafist er mikillar samskipta- og tjáskiptafærni (enda vinna við samskiptamál einn af meginþáttum starfsins).

5. þrep (65 stig)

Starfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:

a) Mjög flókna umönnun eða þjálfun þar sem koma þarf til móts við mjög krefjandi þarfir viðtakenda.
b) Handleiðslu, formlega ráðgjöf, samninga- eða fortölufærni, eða málafærslu til þess að sannfæra aðra um réttmæti þess að grípa til tiltekinna aðgerða, sem þeim væri að öðrum kosti á móti skapi.
c) Miðlun flókinna eða umdeildra upplýsinga, munnlega eða skriflega til ýmissa hópa, þar á meðal til einstaklinga sem hafa ekki sérfræðikunnáttu á því sviði sem upplýsingarnar ná til.
d) Að nota eitt eða fleiri tungumál, önnur en íslensku, þar sem þörf er á að miðla flóknum upplýsingum til hópa eða einstaklinga, eða til að greina og koma til móts við krefjandi þarfir notenda, á því tungumáli.

Flókin eða erfið samskipti af þessu tagi eru einn af meginþáttum starfsins og til að ná þeirri færni sem hér er krafist þarf starfsmaður að hafa að baki nám sem tengist þessu sviði samskipta.

6. þrep (78 stig)

Starfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:

a) Afar flókna umönnun eða þjálfun þar sem uppfylla þarf flóknar og krefjandi þarfir.
b) Sérhæfða handleiðslu, formlega samningagerð eða málafærslu þar sem þess er krafist að starfsmaður geti sannfært aðra um réttmæti þess að framfylgja ákveðinni stefnu eða grípa til tiltekinna aðgerða sem þeir kynnu annars ekki að vilja grípa til.
c) Miðlun fjölbreyttra, flókinna og umdeilanlegra upplýsinga, munnlega eða skriflega, til ýmissa hópa, þar á meðal til einstaklinga sem hafa ekki sérfræðikunnáttu á því sviði sem upplýsingarnar ná til.

Flókin eða erfið samskipti eru einn af meginþáttum starfs og til þess að ná þeirri færni sem hér er krafist þarf starfsmaður að hafa að baki nám á þessu sviði samskipta, t.d. sálfræði-, uppeldis- eða ráðgjafamenntun.

4. þáttur - Líkamleg færni

1. þrep (13 stig)

Starfið gerir ekki kröfur um sérstaka líkamlega færni umfram það sem venjulegt er.

2. þrep (26 stig)

Starfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni þar sem þörf er á nokkurri nákvæmni

3. þrep (39 stig)

Starfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni, t.d. vegna krafna um nákvæmni og hraða við innslátt á lyklaborð, aksturs sendiferða- eða fólksflutningabifreiðar, stjórnunar tækja eða notkunar verkfæra þar sem annað hvort er;

a) krafist nokkurrar nákvæmni og hraða, eða;
b) umtalsverðrar nákvæmni.

4. þrep (52 stig)

Starfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni, t.d. vegna aksturs stórrar sendiferða- eða fólksflutningabifreiðar, stjórnunar flókinna tækja, notkunar verkfæra eða innsláttar á lyklaborð þar sem annað hvort eru gerðar;

a) kröfur um umtalsverða nákvæmni og mikinn hraða, eða;
b) mjög miklar kröfur um nákvæmni.

5. þrep (65 stig)

Starfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni, t.d. vegna vinnu við verndun eða meðhöndlun viðkvæmra muna, s.s. fornmuna, listmuna o.þ.h. eða stjórnunar mjög flókinna tækja eða véla. Krafa um mjög mikla nákvæmni er afar þýðingarmikill og viðvarandi þáttur í starfi.

5. þáttur - Frumkvæði og sjálfstæði

1. þrep (13 stig)

Starfið er unnið undir daglegri verkstjórn og felur í sér að fylgja fyrirmælum eða vinnuskipulagi þar sem einstök verkefni eru skilgreind. Krafist er mjög lítils frumkvæðis. Starfsmaður hefur ekki svigrúm til að breyta vinnuskipulagi, jafnvel þótt hann hafi eitthvað um það að segja í hvaða röð verkefnin eru unnin innan fyrirfram ákveðins tímaramma.

2. þrep (26 stig)

Starfið felur í sér að vinna samkvæmt leiðbeiningum og fyrirmælum og taka minniháttar ákvarðanir að eigin frumkvæði. Vandamálum er vísað til verkstjóra eða yfirmanns. Starfið er að öðru leyti ekki unnið undir stífri verkstjórn og eftirliti, þ.e. yfirmaður þarf ekki að vera á staðnum.

3. þrep (39 stig)

Starfið felur í sér að vinna samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum/ramma sem veita nokkurt rými fyrir frumkvæði. Vinnan getur falið í sér að bregðast sjálfstætt við ófyrirséðum vandamálum og aðstæðum. Starfsmaður getur þó yfirleitt leitað eftir ráðleggingum og leiðbeiningum frá verkstjóra eða yfirmanni þegar sjaldgæf eða erfið vandamál koma upp.

4. þrep (52 stig)

Starfið felur í sér að vinna samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum/ramma, en innan þeirra þarf starfsmaðurinn að skipuleggja eigið vinnuálag, þ.e. starfsmaður getur forgangsraðað verkefnum sínum (og jafnvel annarra). Starfsmaður ber sjálfur ábyrgð á ákvarðanatöku á sínu sviði, en getur yfirleitt leitað ráðgjafar og leiðbeininga hjá yfirmanni þegar alvarleg vandamál koma upp, en þarf sjálfur að bregðast við ófyrirsjáanlegum vandamálum og aðstæðum.

5. þrep (65 stig)

Starfið felur í sér að vinna ákveðin verkefni í samræmi við viðurkenndar tillögur/innan viðurkennds ramma. Starfsmaður þarf oft (reglulega) að taka sjálfstæðar ákvarðanir og sýna frumkvæði án undanfarandi aðkomu yfirmanns. Starfsmaðurinn hefur samráð við yfirmann vegna stærri mála sem varða t.d. stefnu mála eða stuðning við mál, eða fjárhagslegar ákvarðanir.

6. þrep (78 stig)

Starfið felur í sér að vinna í samræmi við starfshætti eða viðmiðunarreglur. Starfið felur í sér talsvert vítt umboð til athafna og ákvarðanatöku. Í starfinu hefur starfsmaður umboð og vald til ákvarðanatöku gagnvart margs konar starfsemi og í þessu hlutverki hefur hann takmarkaðan aðgang að hærra settum yfirmönnum sem starfið heyrir þó undir.

7. þrep (91 stig)

Starfið felur í sér að vinna innan stefnumála stofnunarinnar. Starfsmaður hefur mikið umboð og vald til ákvarðanatöku á víðtæku sviði starfseminnar og hefur í þessu hlutverki lítið aðgengi að öðrum stjórnendum. Starfið heyrir þó undir yfirstjórn hlutaðeigandi sviðs sveitarfélags.

8. þrep (104 stig)

Starfið felur í sér að vinna innan ramma yfirlýstrar heildarstefnu stofnunarinnar. Vinnan felur í sér mjög mikið umboð til ákvarðanatöku á mjög víðtæku sviði starfseminnar án beinnar aðildar annarra stjórnenda. Starfið er að mjög litlu leyti háð fyrirmælum stjórnenda.

6. þáttur - Líkamlegt álag

1. þrep (10 stig)

Verkefni eða starf er unnið að meginhluta í sitjandi stöðu og auðvelt er að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einhverjar kröfur kunna að vera gerðar um að standa, ganga, beygja sig eða teygja; stöku sinnum kann að vera þörf fyrir að lyfta eða bera létta hluti.

2. þrep (20 stig)

Í starfinu felst:

a) Eitthvert viðvarandi líkamlegt erfiði (til dæmis regluleg seta í þvingaðri stöðu eða þegar nauðsynlegt er að standa eða ganga á eðlilegum hraða í lengri tíma) eða;
b) Takmarkað líkamlegt erfiði að jafnaði, en reglubundið er þess krafist að starfsmaður beiti líkamlegu erfiði (til dæmis við að lyfta og bera, ýta eða toga létta eða meðalþunga hluti, nudda eða þrífa, eða starfa í óþægilegri líkamsstöðu).

3. þrep (30 stig)

Í starfinu felst:

a) Reglulegt líkamlegt erfiði (til dæmis þegar reglulega þarf að lyfta eða bera, ýta eða toga meðalþunga hluti, nudda eða skrúbba eða starfa í óþægilegri líkamsstöðu) eða;
b) Takmarkað líkamlegt erfiði að jafnaði en starfsmaður þarf reglubundið að beita miklu líkamlegu erfiði (til dæmis þegar þarf að lyfta eða bera, toga eða ýta þungum hlutum eða starfa í mjög óþægilegri líkamsstöðu).

4. þrep (40 stig)

Í starfinu felst:

a) Viðvarandi mikið líkamlegt erfiði (til dæmis þegar oft þarf að lyfta eða bera, toga eða ýta meðalþungum eða þungum hlutum, nudda eða skrúbba eða starfa í sérlega óþægilegri líkamsstöðu). Þetta mikla líkamlega erfiði þarf að vera óhjákvæmilegur hluti starfsins eða;
b) Talsvert líkamlegt erfiði að jafnaði, en starfsmaður þarf reglubundið að beita afar miklu líkamlegu erfiði (til dæmis þegar þarf að lyfta eða bera, toga eða ýta mjög þungum hlutum eða grafa með handafli).

5. þrep (50 stig)

Í starfinu felst viðvarandi mjög mikið líkamlegt erfiði (til dæmis þegar starfsmaður þarf oft að lyfta og bera, toga og ýta þungum eða mjög þungum hlutum eða grafa skurði). Þetta mjög mikla líkamlega erfiði er óhjákvæmilegur hluti starfsins.

7. þáttur - Hugrænar kröfur

1. þrep (10 stig)

Starfið krefst almennrar aðgæslu en stöku sinnum krefjast verkefni aukinnar einbeitingar eða mikillar aðgæslu í stuttan tíma í einu.

2. þrep (20 stig)

Starfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar auk:

a) mikillar aðgæslu í eina til tvær klukkustundir í senn, eða:
b) aukinnar einbeitingar í eina til tvær klukkustundir í senn, eða:
c) mikillar aðgæslu og mikillar einbeitingar í fáeinar mínútur til einnar klukkustundar í senn, eða:
d) einhvers vinnutengds álags, til dæmis vegna tímamarka, truflana eða ólíkra krafna sem starfsmaður þarf að mæta samtímis.

3. þrep (30 stig)

Starfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar, auk:

a) mikillar aðgæslu í nokkrar klukkustundir í senn, eða:
b) aukinnar einbeitingar í nokkrar klukkustundir í senn, eða:
c) mikillar einbeitingar í eina til tvær klukkustundir í senn, eða:
d) töluverðs vinnutengds álags svo sem vegna tímamarka, truflana eða mismunandi krafna sem starfsmaður þarf að mæta samtímis.

4. þrep (40 stig)

Starfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar, auk:

a) mikillar aðgæslu meirihluta vinnudagsins, eða:
b) aukinnar einbeitingar meirihluta vinnudagsins, eða:
c) mikillar einbeitingar í nokkrar klukkustundir í senn, eða:
d) mikils vinnutengds álags svo sem vegna tímamarka, truflana eða mismunandi krafna sem starfsmaður þarf að mæta samtímis.

5. þrep (50 stig)

Starfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar auk:

a) mikillar einbeitingar meirihluta vinnudagsins;
b) mikillar einbeitingar vegna fjölbreyttra verkefna meirihluta vinnudagsins;
c) mjög mikils vinnutengds álags vegna tíðra tímamarka, truflana eða mismunandi krafna sem starfsmaður þarf að mæta samtímis;

8. þáttur - Tilfinningalegt álag

1. þrep (10 stig)

Í starfinu felast lítil eða takmörkuð samskipti við aðila sem vegna aðstæðna sinna gætu valdið starfsmanni tilfinningalegu álagi. Starfsmaður getur þó einstöku sinnum átt von á því í starfi að eiga samskipti við fólk sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar veldur starfsmanninum tilfinningalegu álagi en slíkt telst þó til undantekningar.

Starf þar sem starfsmaður verður að jafnaði ekki oftar fyrir tilfinningalegu álagi en tvisvar á ári á að meta á fyrsta þrepi í þessum þætti. Ef hins vegar þetta tilfinningalega álag er mikið eða mjög mikið gæti annað þrep verið viðeigandi þótt tíðnin aukist ekki.

2. þrep (20 stig)

Starfið er þess eðlis að starfsmaður er í samskiptum við aðila sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar geta öðru hvoru valdið starfsmanni einhverju tilfinningalegu álagi.

3. þrep (30 stig)

Starfsmaður sinnir persónulegri þjónustu við einstaklinga með krefjandi þarfir eða vinnur með málefni einstaklinga eða hópa sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar:

a) valda starfsmanni reglulega tilfinningalegu álagi eða;
b) valda starfsmanni öðru hverju umtalsverðu tilfinningalegu álagi.

Tilfinningalegt álag er reglulegur og fyrirsjáanlegur hluti starfsins. Þetta getur átt við þegar starfsmaður vinnur náið með fólk (skjólstæðinga) sem vegna langvarandi veikinda þeirra, fötlunar eða erfiðra heimilisaðstæðna getur valdið starfsmanninum tilfinningalegu álagi.

4. þrep (40 stig)

Starfsmaður sinnir persónulegri þjónustu við einstaklinga með krefjandi þarfir og hefur áhrif á þau velferðarúrræði sem valin eru. Starfsmaður er auk þess aðili að málum og hefur þá ábyrgð að fylgja þeim eftir í kerfinu. Starfið felur í sér mikið samband við, eða vinnu fyrir fólk sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar:

a) veldur starfsmanni reglulega umtalsverðu tilfinningalegu álagi eða;
b) veldur starfsmanni öðru hverju mjög miklu tilfinningalegu álagi.

Tilfinningalegt álag er reglulegur og fyrirsjáanlegur hluti starfsins. Þetta getur átt við þegar starfsmaður vinnur náið með fólk (skjólstæðinga) sem vegna langvarandi veikinda þeirra, fötlunar eða erfiðra heimilisaðstæðna valda starfsmanninum reglulega tilfinningalegu álagi.

5. þrep (50 stig)

Starfsmaður sinnir persónulegri þjónustu við einstaklinga með krefjandi þarfir og þarf að taka ákvarðanir (oft erfiðar) um þau velferðarúrræði sem valin eru. Starfið felur í sér samband við einstaklinga eða hópa sem vegna mjög erfiðra aðstæðna sinna eða hegðunar valda starfsmanni reglulega MJÖG MIKLU tilfinningalegu álagi. Starfsmaður er aðili að málum sem geta valdið tilfinningalegu álagi. Starfsmaður ber ábyrgð á ákvarðanatöku í málum sem geta haft veruleg áhrif á aðstæður skjólstæðinga og velferð þeirra.

Tilfinningalegt álag er reglulegur og fyrirsjáanlegur hluti starfsins. Þetta getur átt við þegar starfsmaður vinnur náið með fólk (skjólstæðinga) sem vegna langvarandi veikinda þeirra, fötlunar eða erfiðra heimilisaðstæðna valda starfsmanninum reglulega tilfinningalegu álagi.

9. þáttur - Ábyrgð á velferð fólks

1. þrep (13 stig)

Í starfinu felst takmörkuð eða engin bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa fólks. Starfið gæti falið í sér kröfur um almenna kurteisi og tillitsemi vegna samskipta við almenning.

2. þrep (26 stig)

Í starfinu felast einhver bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa. Verkefni eða skyldur starfsins varða hag þessara einstaklinga eða hópa með beinum hætti eða hafa bein áhrif á heilsu eða öryggi þeirra. Þetta getur einnig átt við störf sem til dæmis varða hreinlæti eða matseld. Einnig þau störf þar sem aðalverkefni starfsins er að sinna innri velferð starfsmanna stofnunar, s.s. símenntun, jafnrétti og heilsu starfsmanna.

3. þrep (39 stig)

Í starfinu felast talsverð bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa, þegar:

a) Starfsmaður þarf að greina þarfir einstaklinga eða hópa sem eru háðir starfsmanni vegna grunnþarfa og veita þeim viðeigandi umönnun eða þjónustu.
b) Starfsmaður þarf í starfi sínu að framfylgja og/eða innleiða lög eða reglugerðir sem hafa bein áhrif á heilsu, öryggi eða velferð fólks.

4. þrep (52 stig)

Í starfinu felast mikil bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa, ýmist þegar:

a) Starfsmaður þarf að greina/meta þörf fyrir þjónustu og veita hana þeim einstaklingum eða hópum sem eru háðir starfsmanni vegna viðeigandi umönnunar eða þjónustu.
b) Starfsmaður þarf í starfi sínu að framfylgja og/eða innleiða lög eða reglugerðir sem hafa mikil bein áhrif á heilsu, öryggi og velferð fólks og starfsmaður hefur umboð til þess að grípa til aðgerða.

5. þrep (65 stig)

Í starfinu felast mjög mikil bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa sem eru háðir þjónustu frá starfsmanninum. Það er í höndum starfsmannsins að vinna úr og meta flóknar þarfir þessa fólks og skipuleggja hvernig ákveðin umönnun, þjónusta eða stuðningur er veittur. Starfsmaðurinn er ábyrgur fyrir ákvarðanatöku sem getur haft áhrif á framtíðarvelferð og framtíðaraðstæður einstakra skjólstæðinga.

6. þrep (78 stig)

Í starfinu felast afar mikil bein áhrif á velferð fjölda fólks sem er háð umönnun og styrkjum á vegum opinberra aðila. Starfsmaður er ábyrgur fyrir að greina og meta þarfir notenda opinberrar þjónustu og taka stefnumótandi ákvarðanir um það hvernig slík umönnunar- og velferðarþjónusta sé veitt. Starfsmaður er í starfi sínu ábyrgur fyrir ákvarðanatöku sem hefur áhrif á framtíðarvelferð einstakra skjólstæðinga og hóps skjólstæðinga.

10. þáttur - Ábyrgð á stjórnun

1. þrep (13 stig)

Starfið felur í sér takmarkaða eða enga beina ábyrgð á verkstjórn, leiðsögn eða samræmingu á vinnu annarra. Starfið kann að fela í sér sýnikennslu á eigin störfum eða leiðsögn og handleiðslu fyrir nýja starfsmenn eða aðra.

2. þrep (26 stig)

Starfið felur í sér einhverja beina ábyrgð á verkstjórn, samræmingu á vinnu annarra eða þjálfun annarra starfsmanna. Vinnan felur í sér reglubundna ráðgjöf, leiðsögn, eftirlit eða þjálfun annarra starfsmanna.

3. þrep (39 stig)

Starfið felur í sér talsverða beina ábyrgð á verkstjórn, leiðsögn, samræmingu eða þjálfun og þróun annarra starfsmanna. Vinnan felur í sér úthlutun vinnu til lítils hóps eða liðs, eftirlit með vinnu og leiðsögn fyrir starfslið, að meðtalinni þjálfun í starfi þar sem það á við.

4. þrep (52 stig)

Starfið felur í sér mikla beina ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, samræmingu eða þjálfun og þróun annarra starfsmanna. Vinnan felst í verkstjórn, leiðsögn og samræmingu á vinnu starfsmannahóps sem starfa á fleiri en einu starfssviði eða á fleiri en einum vinnustað, að meðtalinni úthlutun vinnu / verkefnum og mati og verðmætamati á vinnunni sem unnin er.

5. þrep (65 stig)

Starfið felur í sér mikla beina ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, samræmingu og þróun töluverðs fjölda annarra starfsmanna sem starfa á nokkrum mismunandi starfssviðum eða á nokkrum landfræðilega dreifðum vinnustöðum. Starfið felst í skipulagningu, úthlutun og endurúthlutun vinnu / verkefna og mati á starfsemi og starfsaðferðum.

6. þrep (78 stig)

Starfið felur í sér mjög mikla beina ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, samræmingu og þróun mikils fjölda starfsmanna sem starfa á mörgum mismunandi starfssviðum eða á mörgum landfræðilega dreifðum vinnustöðum. Starfið felst í heildarábyrgð á skipulagningu, úthlutun og endurúthlutun vinnu/verkefna og mati á starfsemi og starfsaðferðum.

11. þáttur - Ábyrgð á fjármunum

1. þrep (13 stig)

Starfið felur í sér takmarkaða eða enga beina ábyrgð á fjármunum. Stöku sinnum kann starfið að fela í sér meðhöndlun lítilla fjárhæða, kortagreiðslur, reikninga eða sambærilegt.

2. þrep (26 stig)

Starfið felur í sér einhverja beina ábyrgð á fjármunum. Starfið felur reglulega í sér ýmist:

a) meðhöndlun reiðufjár eða kortagreiðslna, reikninga eða sambærilegt eða;
b) uppgjör, eftirlit, uppáskrift, endurskoðun umtalsverðra fjárhæða þar sem alúð og nákvæmni er mikilvæg eða;
c) ábyrgð á lágum útgjöldum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum.

3. þrep (39 stig)

Starfið felur í sér umtalsverða beina ábyrgð á fjármunum. Starfið felur í sér ýmist:

a) uppgjör, eftirlit, uppáskrift, endurskoðun hárra fjárhæða í formi reiðufjár, kortagreiðslna, beinnar skuldfærslu, reikninga eða sambærilegs þar sem alúð, nákvæmni og öryggi er mikilvægt eða:
b) ábyrgð á umtalsverðum útgjöldum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum. Þessi ábyrgð kann að fela í sér þátttöku í gerð eða eftirliti með viðeigandi fjárhagsáætlun og tryggingu á skilvirkri notkun fjármuna.

4. þrep (52 stig)

Starfið felur í sér mikla beina ábyrgð á fjármunum. Starfið felur í sér ýmist:

a) uppgjör, eftirlit, uppáskrift, endurskoðun mjög hárra fjárhæða í formi reiðufjár, kortagreiðslna, beinna skuldfærslna, reikninga eða sambærilegs þar sem alúð, nákvæmni og öryggi er mikilvægt eða:
b) ábyrgð á miklum útgjöldum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum. Þessi ábyrgð kann að fela í sér þátttöku í gerð eða eftirliti með viðeigandi fjárhagsáætlun og tryggingu á skilvirkri notkun fjármuna.

5. þrep (65 stig)

Starfið felur í sér yfirgripsmikla beina ábyrgð á fjármunum, þ.e. ábyrgð á mjög háum fjárhæðum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum. Ábyrgðin felur í sér þátttöku í gerð og eftirliti með viðeigandi fjárhagsáætlun(um) og tryggingu á skilvirkri notkun fjármuna.

6. þrep (78 stig)

Starfið felur í sér mjög yfirgripsmikla beina ábyrgð á fjármunum, þ.e. ábyrgð á gríðarlega miklum fjármunum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum. Ábyrgðin felur í sér þátttöku í gerð og eftirliti með viðeigandi fjárhagsáætlun(um) og langtíma fjárhagsáætlanagerð. Starfsmaður ber ábyrgð á breytingum á eðli, magni og samsetningu kostnaðar í áætlunum til að uppfylla kröfur um þjónustu eða aðrar kröfur.

12. þáttur - Ábyrgð á búnaði

1. þrep (13 stig)

Starfið felur í sér takmarkaða eða enga beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið kann að krefjast takmarkaðrar meðhöndlunar eða úrvinnslu upplýsinga eða varúðar vegna notkunar á tiltölulega ódýrum búnaði eða einhverja takmarkaða gæslu á einkaeigum annarra.

2. þrep (26 stig)

Starfið felur í sér nokkra beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur að jafnaði í sér ýmist:

a) Meðhöndlun eða úrvinnslu skriflegra og tölvutækra upplýsinga þar sem alúð,nákvæmni, trúnaður og öryggi við meðhöndlun er mikilvæg eða:
b) Notkun verðmæts búnaðar af varkárni eða:
c) Ræstingu bygginga, ræsting á svæðum eða sambærilegt eða:
d) Einhverja, nokkra ábyrgð á öryggisgæslu bygginga, svæða eða sambærilegt eða:
e) Daglegt viðhald á búnaði eða aðstöðu eða:
f) Gæslu á einkaeigum annarra eða:
g) Pantanir eða lagerstjórn á takmörkuðu umfangi birgða.

3. þrep (39 stig)

Starfið felur í sér talsverða beina ábyrgð á eignum, búnaði og upplýsingum. Starfið felur í sér ýmist:

a) meðhöndlun og úrvinnslu umfangsmikilla skráa, skriflegra eða tölvutækra upplýsinga, þar sem alúð, nákvæmni, trúnaður og öryggi við meðhöndlun er mikilvæg eða;
b) þrif, viðhald og viðgerðir á fjölbreyttum búnaði, byggingum, svæðum eða sambærilegt eða;
c) reglulega notkun, af varkárni, á mjög verðmætum búnaði eða;
d) öryggisgæslu í byggingum, á svæðum eða sambærilegt eða;
e) pantanir eða lagerstjórn á fjölbreyttum búnaði og birgðum.

4. þrep (52 stig)

Starfið felur í sér mikla beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur í sér ýmist:

a) Aðlögun, þróun eða hönnun þýðingarmikilla upplýsingakerfa eða:
b) Aðlögun, þróun eða hönnun fjölbreytts búnaðar, lands, bygginga eða sambærilegt eða:
c) Öryggisgæsla á fjölbreyttum verðmætum búnaði, tækjum eða mannvirkjum eða:
d) Pantanir á fjölbreyttum búnaði og birgðum eða:
e) Þýðingarmikið framlag til aðlögunar, hönnunar eða þróunar á annað hvort umfangsmiklum upplýsingakerfum til notkunar hjá öðrum aðilum, eða fjölbreyttum búnaði, landi, byggingum eða sambærilegt.

5. þrep (65 stig)

Starfið felur í sér mjög mikla beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur í sér ýmist:

a) Aðlögun, þróun eða hönnun umfangsmikilla upplýsingakerfa til notkunar fyrir aðra eða:
b) Aðlögun, þróun eða hönnun fjölbreytts og verðmæts búnaðar, lands, bygginga eða sambærilegt eða:
c) Öryggisgæslu á fjölbreyttum og mjög verðmætum búnaði, tækjum eða mannvirkjum eða:
d) Pantanir á fjölbreyttum og verðmætum búnaði og birgðum.

6. þrep (78 stig)

Starfið felur í sér gríðarlega mikla beina ábyrgð á eignum, búnaði og upplýsingum. Starfið felur í sér yfirábyrgð á innkaupum og notkun umfangsmikilla eigna, búnaðar og upplýsinga. Ábyrgðin felur í sér gerð langtímaáætlana varðandi innkaup og notkun eigna, búnaðar og upplýsinga ásamt breytingum/ endurskipulagningu á uppruna, eðli, magni eða samsetningu þeirra til að uppfylla kröfur um þjónustu eða stefnu.

13. þáttur - Vinnuaðstæður

1. þrep (10 stig)

Þess er sjaldan krafist að starfsmaður vinni við aðstæður sem geta verið óþægilegar eða hættulegar.

2. þrep (20 stig)

Starfið krefst þess að starfsmaður;

a) vinni stundum í umhverfi þar sem aðstæður teljast óviðunandi, óþægilegar eða hættulegar samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, eða;
b) mæti stundum hegðun þjónustuþega eða almennings sem telst óviðunandi, óþægileg eða hættuleg.

3. þrep (30 stig)

Starfið krefst þess að starfsmaður;

a) vinni reglulega við aðstæður sem teljast óþægilegar, ónotalegar eða hættulegar samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, eða;
b) mæti reglulega starfsins vegna óþægilegri eða hættulegri hegðun annars fólks, s.s. ofbeldi, ógnunum eða alvarlegu áreiti.

4. þrep (40 stig)

Starfið krefst þess að starfsmaður vinni að jafnaði við;

a) aðstæður sem teljast óþægilegar, ónotalegar eða hættulegar samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, eða;
b) þurfi að jafnaði starfsins vegna að mæta óþægilegri eða hættulegri hegðun annars fólks, s.s. ofbeldi, ógnunum eða alvarlegu áreiti.

5. þrep (50 stig)

Þess er krafist að starfsmaður starfi meiri hluta vinnudagsins við aðstæður sem eru mjög óþægilegar eða mjög hættulegar hvort heldur sem er vegna umhverfisþátta eða af manna völdum.

ÍstarfStarfsheitiHeildarstig1. 2.
3.4.5.6.
7.8.9.10.11.12.13.Launaflokkur
2149.99USK.2020.byggingarfræðingur við stærri verkefni.6067653515231142270
1239.99USK.2020.deildarstjóri reksturs og umhirðu.7868663715235561304
2412.99USK.2020.mannauðsráðgjafi.6457663515334131277
1239.99USK.2020.deildarstjóri viðhaldsdeildar.7868663715234661304
2149.97USK.2020.sérfræðingur.6127553615143221271
4190.99USK.2020.skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn.4825344414122141249
2431.99USK.2020.skjalavörður2.5136444424122131253
1239.99USK.2020.skólastjóri Vinnuskólans.7137653615245531290
3112.99USK.2020.verkefnastjóri II á byggingardeild.6587553515233442280
3112.99USK.2020.verkefnisstjóri I.5916453514132442267
9211.02USK.2112.afleysingaflokkstjóri.3943223333113133237
1239.99USK.2020.deildarstjóri frumathugana.7738663715234561302
8331.99USK.2112.dráttarvélarstjóri.3782214244121134235
9211.02USK.2112.flokkstjóri II.4503233353123134245
9161.01USK.2112.flokkstjóri við sorphirðu - djúpgámar4533234334123134245
3112.08USK.2020.mælingamaður II.5466434524122143258
9161.01USK.2112.flokkstjóri við sorphirðu.4333234324123133242
9132.06USK.2112.kaffiumsjónarmaður.3022122332121132225
9312.99USK.2112.sérhæfður verkamaður.3782223353121124235
9312.99USK.2112.verkamaður við bæjarframkvæmdir.3091113252121124226
9211.99USK.2112.verkamaður við garðyrkju.3091113252121124226
9161.05USK.2112.verkamaður við sorphirðu.3061113152121125226
9211.02USK.2401.flokkstjóri garðyrkjumanna.4964334353123134250
7211.99USK.2401.járniðnaðarm, sérhæf.4835334433112134249
9211.99USK.2401.verkstjóri garðyrkjumanna.5195334443123134253
7133.04USK.2401.verkstjóri múrara.5856444524222432265
1239.99USK.2401.yfirgarðyrkjufræðingur.5515444433123243259
7211.99USK.2421.járniðnaðarm, sérhæf.4835334433112134249
7233.99USK.2421.umsjónarmaður vélaverkstæðis.4865334433113133249
7124.14USK.2433.aðstoðarmaður við hitakerfi.4434333433122132244
7137.99USK.2433.rafvirkjameistari.5596434434132242260
3152.02USK.2443.fasteignastjóri.6246443524234442273
7124.08USK.2443.trésmiður, flokkstj.4865334433122133249
7124.14USK.2443.verkefnastjóri II á útboðsdeild.5396543515112331256
7124.99USK.2443.þjónustufulltrúi, fasteignastofu.4865334433122133249
2142.02USK.2601.byggingartæknifræðingur, deildarstjóri.6728553615113551282
2142.02USK.2601.byggingartæknifræðingur, við stærstu verkefni.6717653515233352282
1239.99USK.2601.deildarstjóri gatnadeildar.7868663715234661304
1239.99USK.2601.deildarstjóri opinna svæða.7868663715234661304
1239.99USK.2601.deildarstjóri reksturs og umhirðu.7868663715235561304
2149.97USK.2601.verkefnastjóri hjá samgöngudeild.6617653515133352280
2149.97USK.2601.verkefnastjóri öryggismerkinga.6587653515232352280
2142.02USK.2601.rafmagnstæknifræðingur/stærri verkefni6067653515231142270
4190.99USK.2650.deildarfulltrúi Bílastæðasjóðs.4465333313122241244
1239.99USK.2650.deildarstjóri byggingadeildar.7868663715234661304
1239.99USK.2650.deildarstjóri útideildar Bílastæðasjóðs.6206543514234451274
5169.36USK.2650.eftirlitsmaður bílahúsa.4144323323221133240
3152.02USK.2650.fasteignastjóri.6246443524234442273
9153.04USK.2650.flokkstjóri II (Bílastæðasjóður).4563333323233134245
4215.99USK.2650.innheimtustjóri.5055443414221431252
3222.04USK.2650.meindýraeyðir.4244233333121134241
3112.07USK.2650.mælingamaður í byggingariðnaði.3784214323111133235
3112.08USK.2650.mælingamaður við landmælingar.4245324323111133241
7242.99USK.2650.rafeindavirki Bílastæðasjóðs.4965434433121134250
7242.06USK.2650.rafeindavirki við stýribúnað.5195434434131134253
4190.99USK.2650.rekstrarfulltrúi - Bílastæðasjóðs.5055343414221441252
4190.99USK.2650.rekstrarfulltrúi meindýravarna.4994344433223124251
4190.99USK.2650.rekstrarfulltrúi sorphirðu.4694333423123233247
4190.99USK.2650.rekstrarfulltrúi.4434332423123133244
1239.99USK.2650.rekstrarstjóri sorphirðu.5735443513125442263
1239.99USK.2650.rekstrarstjóri.5605443513124442261
4190.99USK.2650.skrifstofufulltrúi I.3974333313221131238
4190.99USK.2650.skrifstofufulltrúi II.4435343313222131244
4190.99USK.2650.skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn.4825344414122141249
9153.04USK.2650.stöðuvörður.3612232222231134233
4190.99USK.2650.umsjónarmaður fasteignaskráningar.5155444415223131253
7242.99USK.2650.umsjónarmaður umferðarljósa.5986444524133243268
4190.99USK.2650.vekefnastjóri á skrifstofu sviðsstjóra.5136344414222141253
3151.99USK.2650.verkefnastjóri stærri viðhaldsverka.5986443524232442268
3112.99USK.2650.verkefnisstjóri I.5916453514132442267
3152.02USK.2650.yfirverkstjóri - Eftirlit.4794432423232233248
4190.99USK.2650.þjónustufulltrúi Bílastæðasjóðs.4204333313221232241
4190.99USK.2650.þjónustustjóri.Þjónustumiðstöð.4694334423123133247
1239.99USK.2675.deildarstjóri landupplýsingadeildar.7738663715234561302
1239.99USK.2675.deildarstjóri samgangna.7868663715235561304
2142.99USK.2675.ráðgjafaverkfræðingur II.6487653515132352278
2142.99USK.2675.ráðgjafaverkfræðingur III.6717653615232352282
2149.15USK.2675.yfirverkfræðingur hjá byggingarfulltrúa.7578663615244462299
2149.99USK.2675.yfirverkfræðingur I.6828653515122462284
2149.15USK.2675.yfirverkfræðingur II.7088653615123462289
2149.97USK.2679.sérfræðingur.6127553615143221271
2149.99USK.2679.úttektarfulltrúi6227653515242141273
2413.97USK.2679.verkefnastjóri miðlunar.6617663715223151280
7136.99USK.2931.aðstoðarverkstjóri - dráttarvéladeild.4764334333123134248
8331.99USK.2931.umsjónarmaður hitakerfa.6216444534124343272
1239.99USK.2931.yfirverkstjóri - Dráttarvélar.5545443523124243259
9211.02USK.2931.yfirverkstjóri garðyrkjumanna.5886443524124342266
3444.99USK.2679.verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands6146553515242251271
3444.99USK.2674.verkefanstjóri leyfisveitinga borgarlandsins6146553515242251271
7242.06USK.2433.rafeindavirki við stýribúnað5195434434131134253
9211.02USK.2112.flokkstjóri I4043223343113133239
1236.01USK.2679.deildarstjóri gæða7397663715224561295
USK.2674.heilbrigðisfulltrúi6346564524252133275
USK.2674.heilbrigðisfulltrúi með sértæka ábyrgð6947564624253143287
USK.2674.deildarstjóri heilbrigðis/matvæla/umhverfiseftirlit7968663715254552306
USK.2674. verkefnastjóri vöktun6847664615243232285
USK.2674.verkefnisstjóri 15737553515122141263
USK.2674.verkefnastjóri 26717653615233342282
USK.2674.deildarstjóri framkvæmdir og viðhald7998663715235661307
USK.2674.deildarstjóri samgöngur og borgarhönnun7868663715234661304
USK.2674.deildarstjóri sviðsstjóra7868663715234661304
USK.2674.deildarstjóri hjá skipulagsfulltrúa7738663715234561302
USK.2674.deildarstjóri skrifstofu umhverfisgæða7738663715234561302
9211.02USK.2650.flokkstjóri garðyrkjumanna.4964334353123134250

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!