Skip to main content
Verkefnastofa Starfsmats

Nefndir og fagleg stjórn

Nefndirnar eru tvær: Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar og framkvæmdanefnd starfsmats Sambands íslenskra sveitarfélaga. Saman mynda þessar tvær nefndir faglega stjórn yfir verkefnastofu Starfsmats.

Starfsmatsnefnd er skipuð þremur fulltrúum Reykjavíkurborgar og þremur fulltrúum stéttarfélaga, þ.e. fulltrúum Sameykis, Eflingar og Bandalags háskólamanna. Fulltrúar annarra stéttarfélaga eru boðaðir til áheyrnar í nefndinni þegar fjallað er um mál viðkomandi félaga.

Auður Björgvinsdóttir
Reykjavíkurborg
Rakel Guðmundsdóttir
Reykjavíkurborg
Íris Jóhannsdóttir
Reykjavíkurborg
Ingólfur Björgvin Jónsson
Sameyki
Ragnar Ólason
Efling
Anna Lilja Magnúsdóttir
BHM - bandalag háskólamanna

Í nefndinni sitja fjórir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjórir fulltrúar stéttafélaga

Inga Rún Ólafsdóttir
Samband íslenskra sveitarfélaga
Berglind Eva Ólafsdóttir
Samband íslenskra sveitarfélaga
Margrét Sigurðardóttir
Samband íslenskra sveitarfélaga
Arna Jakobína Björnsdóttir
BSRB
Marta Ólöf Jónsdóttir
BSRB
Ragnar Ólason
Alþýðusamband Íslands
Anna María Frímannsdóttir
BHM - Bandalag háskólamanna

Fagleg stjórn starfsmatskerfisins ber ábyrgð á faglegri þróun starfsmatskerfisins, að það þróist og samræmist markmiðum um launajafnrétti og öðrum kröfum sem gerðar eru til þess á hverjum tíma. Stjórn hefur eftirlit með starfsmatskerfinu og notkun þess sem felst m.a. í að tryggja að fram fari endurskoðun á kerfinu og því hvort það þjóni markmiðum sínum um launajafnrétti ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við markmið aðila um launajafnrétti og notkun starfsmatskerfisins í þágu þess.

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!