Starfsmatsnefnd er skipuð þremur fulltrúum Reykjavíkurborgar og þremur fulltrúum stéttarfélaga, þ.e. fulltrúum Sameykis, Eflingar og Bandalags háskólamanna. Fulltrúar annarra stéttarfélaga eru boðaðir til áheyrnar í nefndinni þegar fjallað er um mál viðkomandi félaga.
Verkefnastofa Starfsmats
Nefndir og fagleg stjórn
Nefndirnar eru tvær: Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar og framkvæmdanefnd starfsmats Sambands íslenskra sveitarfélaga. Saman mynda þessar tvær nefndir faglega stjórn yfir verkefnastofu Starfsmats.
Í nefndinni sitja fjórir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjórir fulltrúar stéttafélaga
Fagleg stjórn starfsmatskerfisins ber ábyrgð á faglegri þróun starfsmatskerfisins, að það þróist og samræmist markmiðum um launajafnrétti og öðrum kröfum sem gerðar eru til þess á hverjum tíma. Stjórn hefur eftirlit með starfsmatskerfinu og notkun þess sem felst m.a. í að tryggja að fram fari endurskoðun á kerfinu og því hvort það þjóni markmiðum sínum um launajafnrétti ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við markmið aðila um launajafnrétti og notkun starfsmatskerfisins í þágu þess.

